„Reynslan sýnir okkur að þessi sjúkdómur versnar á fimmta til sjöunda degi hjá ákveðnum hópi fólks. Og þá ætlum við að vera tilbúin að grípa þetta fólk. Spítalinn hefur verið að ganga í gegnum algera endurskipulagningu á liðinni viku og það er verið á fullu að breyta deildum til að anna eftirspurn eftir COVID-plássum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar á Landspítalanum, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann líkir ástandinu núna við að þjóðin sitji á sprengitunnu.
RÚV segir einnig frá því í dag að hin svokallaða „græna veira“ semhafi stýrt annarri bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi ekki greinst síðan 6. október. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra, í viðtali við RÚV. Sjá hér.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga