Landlæknir gerði úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma í sumar að ósk ráðherra þar sem fram kom að biðtími eftir þjónustu taugalækna sé þrír og hálfur mánuður sem sé óviðunandi. Landspítalinn hefur brugðist við ábendingum sem þar komu fram og ráðið tvo nýja sérfræðinga í langvinnum hrörnunarsjúkdómum á borð við parkinson og mun ráða tvo til viðbótar. Landlæknir telur að þannig verði á einu ári hægt að stytta biðtíma eftir þjónustu í 30 daga líkt og viðmið segi til um. Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn geti ekki einn og sér sinnt öllum parkinsonsjúklingum á Íslandi