Staðfest hefur verið það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í byrjun faraldurs um smit meðal barna. Var það gert með því að keyra saman gögn frá Íslenskri erfðagreiningu og gögn frá rakningarteymi almannavarna. Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á síðasta upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í gær, mánudaginn 25. maí. Börn fái síður veiruna og smiti síður frá sér.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig frá því að sóttvavarnalæknir segi einnig að þeir sem greinast smitaðir af kórónuveirunni séu sífellt minna veikir. Það kunni að stafa af því að þeir séu búnir með sín veikindi.
„Það gæti líka verið að þróttur sé að fara úr veirunni, hugsanlega. Veikindin hafa verið að minnka eftir því sem liðið hefur á tímann frá 28. febrúar. Það gæti gefið okkur vísbendingar um að veiran sé ekki eins ágeng og slæm en tíminn verður að leiða það í ljós,“ er haft eftir Þórólfi Guðnason sóttvarnalækni í Morgunblaðinu eftir upplýsingafund almannavarna í gær.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Neyðarstigi var lýst yfir 6. mars.
Sjá úrdrátt úr frétt Morgunblaðsins á mbl.is hér.
Mynd/Skjáskot
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga