Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir við mbl.is að streita sé í samfélaginu. „Fólk sem er andlega viðkvæmt á bágara núna en áður fyrr.“
Hertar sóttvarnarreglur tóku gildi í dag. Alma Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi almannavarna og RÚV greindi frá að farið sé að gæta á faraldsþreytu. Einhverjir kunni að upplifa þessar aðgerðir sem órökréttar. „ Það er þrautseigja og þolinmæði sem gildir.“
Atli Árnason, læknir sem starfar á norðausturhorni landsins, segist í samtali við mbl.isvera undrandi á að nýjar sóttvarnaaðgerðir séu ekki takmarkaðar við þau svæði þar sem þeirra sé raunverulega þörf.
„Mér finnst þetta svolítil rörsýn. Og það gleymist að það er hægt að horfa í rörið báðum megin frá,“ segir hann við mbl.is,
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á fundi dagsins að margar gagnrýnisraddir hafi komið fram eins og að aðgerðirnar nái yfir allt landið. „Ég tel það mikið óráð að sleppa einstökum landsvæðum því það gæti komið smit í öðrum landshlutum og við gætum þá endað í eltingaleik við veiruna. Hann sagði einnig á fundinum og haft er eftir honum á vef Fréttablaðsins að veiran væri nú búin að grafa um sig. V„ið erum með miklu meiri dreifingu og þá er erfiðara að eiga við hana núna heldur en þá.“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala, upplýsir í samtali við mbl.is að sautján læknar hafi boðið fram krafta sína í bakvarðasveit vegna kórónaveirufaraldursins. Tveir þeirra hafi starfað í fyrri bylgju. „Fólki rennur blóðið til skyldunnar og þetta eru gamlir reynsluboltar sem vilja hjálpa til,“ segir hann.
Mynd/skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga