Togstreita í samfélaginu vegna COVID-19 - Hertar reglur og gagnrýni

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, segir við mbl.is að streita sé í samfélaginu. „Fólk sem er and­lega viðkvæmt á bág­ara núna en áður fyrr.“ 

Hertar sóttvarnarreglur tóku gildi í dag. Alma Möller, landlæknir, sagði á upplýsingafundi almannavarna og RÚV greindi frá að farið sé að gæta á faraldsþreytu. Einhverjir kunni að upplifa þessar aðgerðir sem órökréttar. „ Það er þrautseigja og þolinmæði sem gildir.“ 

Atli Árna­son, lækn­ir sem starfar á norðaust­ur­horni lands­ins, seg­ist í samtali við mbl.isvera undr­andi á að nýj­ar sótt­varnaaðgerðir séu ekki tak­markaðar við þau svæði þar sem þeirra sé raun­veru­lega þörf.

„Mér finnst þetta svo­lít­il rör­sýn. Og það gleym­ist að það er hægt að horfa í rörið báðum meg­in frá,“ seg­ir hann við mbl.is, 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á fundi dagsins að margar gagnrýnisraddir hafi komið fram eins og að aðgerðirnar nái yfir allt landið. „Ég tel það mikið óráð að sleppa einstökum landsvæðum því það gæti komið smit í öðrum landshlutum og við gætum þá endað í eltingaleik við veiruna. Hann sagði einnig á fundinum og haft er eftir honum á vef Fréttablaðsins að veiran væri nú búin að grafa um sig. V„ið erum með miklu meiri dreifingu og þá er erfiðara að eiga við hana núna heldur en þá.“ 

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, um­sjón­ar­lækn­ir COVID-göngu­deild­ar á Land­spít­ala, upplýsir í samtali við mbl.is að sautján lækn­ar hafi boðið fram krafta sína í bakv­arðasveit vegna kór­óna­veirufar­ald­urs­ins. Tveir þeirra hafi starfað í fyrri bylgju. „Fólki renn­ur blóðið til skyld­unn­ar og þetta eru gaml­ir reynslu­bolt­ar sem vilja hjálpa til,“ seg­ir hann.

Mynd/skjáskot/RÚV