Tók við vegna áhuga á Læknablaðinu - Helga Ágústa á Rás 1

„Ég var ekki að taka að mér starfið sem kona heldur sem áhugamaður fyrir Læknablaðinu og vegsemd þess,“ sagði Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, læknir og nýr ritstjóri Læknablaðsins, í Samfélaginu á Rás 1 nú í dag. Viðtalið kemur í kjölfar leiðara í Læknablaðinu, fyrsta tölublaðinu sem hún stýrir.

Rætt var við Helgu um ritstjórnaráherslur, glerþök innan læknavísindanna og mikilvægi samtals milli almennings og lækna. En útgangspunkturinn að Helga er fyrst kvenna til að stýra blaðinu.

Helga sagði til að mynda frá árunum í Svíþjóð og hvernig henni hafi fundist Ísland framar Svíþjóð í jafnréttismálum þegar hún fór út en bakslag hafa orðið í jafnréttisbaráttu kvenna hér á landi á meðan hún var úti. „Það gerðist eitthvað.“

Mynd/Læknablaðið

Finna má viðtalið frá 2.38. mínútu hér.