Tölfræði á heimsmælikvarða - Martin Ingi á mbl.is og Vísi

„Við höf­um auðvitað getað prófað til­tölu­lega marga fyr­ir veirunni, svo að við vit­um um smit hjá mun fleiri með væg­ari ein­kenni. Þetta lækk­ar í stóra sam­heng­inu hlut­fall þeirra sem hafa veikst al­var­lega,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, pró­fess­or í svæf­inga- og gjör­gæslu­lækn­ing­um við Há­skóla Íslands, nú um helgina.

Raun­veru­leg­ur ár­ang­ur sé í gjör­gæslumeðferðum á Íslandi við Covid-19 faraldrinum. Töl­fræðin sé á heims­mæli­kv­arða. Nefnt er að fjór­ir hafi lát­ist eft­ir gjör­gæslumeðferð hér á landi af sam­tals 27 sem hafi þurft á henni að halda. Það þýði að tæp 15% þeirra sem hafa lagst inn á gjör­gæslu hafi lát­ist. 

„Á sama tíma held ég að Covid-göngu­deild­in sem hef­ur fylgt sjúk­ling­um eft­ir heima hafi skilað mikl­um ár­angri,“ segir hann. 

 Eft­ir­litið göngu­deild­ar­inn­ar hafi skipt sköp­um ásamt sam­hæfðu viðbragði sjúkra­húss­ins. „Eft­ir­litið trygg­ir að sjúk­ling­ar sem hef­ur versnað séu metn­ir hratt og ör­ugg­lega og eiga greiða leið inn á sjúkra­húsið.“

Martin Ingi ræðir einnig árangurinn af meðferðunum á Vísi. Hann bendir á að fleiri hafi lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. 

 Sjá frétt mbl.is hér.

Sjá frétt Vísis hér.

Mynd/Læknablaðið/gag