„Við höfum auðvitað getað prófað tiltölulega marga fyrir veirunni, svo að við vitum um smit hjá mun fleiri með vægari einkenni. Þetta lækkar í stóra samhenginu hlutfall þeirra sem hafa veikst alvarlega,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands, nú um helgina.
Raunverulegur árangur sé í gjörgæslumeðferðum á Íslandi við Covid-19 faraldrinum. Tölfræðin sé á heimsmælikvarða. Nefnt er að fjórir hafi látist eftir gjörgæslumeðferð hér á landi af samtals 27 sem hafi þurft á henni að halda. Það þýði að tæp 15% þeirra sem hafa lagst inn á gjörgæslu hafi látist.
„Á sama tíma held ég að Covid-göngudeildin sem hefur fylgt sjúklingum eftir heima hafi skilað miklum árangri,“ segir hann.
Eftirlitið göngudeildarinnar hafi skipt sköpum ásamt samhæfðu viðbragði sjúkrahússins. „Eftirlitið tryggir að sjúklingar sem hefur versnað séu metnir hratt og örugglega og eiga greiða leið inn á sjúkrahúsið.“
Martin Ingi ræðir einnig árangurinn af meðferðunum á Vísi. Hann bendir á að fleiri hafi lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir.
Mynd/Læknablaðið/gag
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga