Bolli Þórsson, innkirtla- og efnaskiptalæknir, segir að það hvað Íslendingum með áunna sykursýki hér á landi hafi fjölgað nú sé svipuð því sem gerðist í Bandaríkjunum fyrir meira en tveimur áratugum. Bergljót Baldursdóttir fréttamaður ræddi við Bolla í Samfélaginu á Rás 1 í kjölfar fræðigreinar sem hann skrifaði með fleirum í Læknablaðið.
Sláandi tölur eru birtar í fræðigreininni. Nýgengi jókst um 2,8% á ári (18-79 ára). Fólk með sykursýki 2 á Íslandi var 10.600 manns árið 2018 og hafði fjölgað úr um 4200 manns árið 2005.
Mynd/Skjáskot/RÚV
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga