Tvöfalt heilbrigðiskerfi verður til

"Þing­menn og ráðherr­ar geta ekki virt að vett­ugi þau varnaðarorð sem óma, jafnt frá leik­um sem lærðum. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, ný­sköp­un og nýliðun er ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og trygg­an aðgang allra að heil­brigðisþjón­ustu held­ur at­vinnu­frelsi heil­brigðis­starfs­manna og ör­yggi sjúk­linga.

Hug­sjón­in sem ligg­ur að baki ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar al­menn­ing­ur sit­ur fast­ur á biðlist­um rík­is­ins og horf­ir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einkaaðila.

Óskil­getið af­kvæmi rík­i­s­væðing­ar allr­ar heil­brigðisþjón­ustu er tvö­falt kerfi.”
 

Segir Óli Björn Kárason í aðsendri grein í Morgunblaðinu 29. ágúst sl.

Greinina má lesa hér