Týnt viðtal við Hallgrím Magnússon lækni kemur í leitirnar

Smartland mbl.is birtir í dag viðtal við Hallgrím Magnússon lækni. Viðtalið var týnt í sjö ár en Hallgrímur lést í apríl árið 2015. Hallgrímur lauk læknanámi frá Háskóla Íslands 1976 og sérnámi í svæfingalækningum í Gautaborg 1983.

Hallgrímur lést í um­ferðarslysi á Bisk­upstungna­braut. Hann var búsettur í Reyk­holti í Bisk­upstung­um. Fæddur árið 1949 og lét eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og níu barnabörn.  

Hallgrímur ræðir um hugmyndafræði sína við Siggu Helgu Jacobsen í viðtalinu.

Mynd/Skjáskot/mbl.is

Sjá má viðtalið hér.