Úrræðum fjölgar ekki í takti við fjölgun fíkla

Staða karla er sérstakt áhyggjuefni þegar kemur að ofneyslu lyfja, segir yfirlæknir á Landspítala. Meðferðarúrræðum fjölgi ekki í takt við hraða fjölgun ungra fíkla.
 

 

Ofneysla lyfja hefur aukist mikið síðustu misseri. Karlar eru þrír af hverjum fjórum þeirra sem hafa látið lífið það sem af er ári vegna ofneyslu lyfja. Þetta hefur verið þróunin síðustu áratugi, meira er um sjálfsskaða hjá konum en karlar líklegri til að misnota lyf og falla oftar fyrir eigin hendi. „Auðvitað er þetta áhyggjuefni en ég vil nú meina að það sé reynt að gera eitthvað en viðhorfið þarf að vera að karlmenn þurfa frá barnsaldri að læra að tjá sig um sinn vanda og þannig nota heilsugæslu og fyrstu forvarnir, þar hafa konurnar forskotið, þær leita fyrr. Karlarnir eru miklu ólíklegri að fá þjónustu heilbrigðiskerfisins, miklu líklegri til að fá þjónustu félagslega kerfisins,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á endurhæfingarsviði geðsviðs Landspítalans. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má lesa fréttina á ruv.is