„Þegar það róast allt í samfélaginu virðist sem veikindi minnki,“ segir Sigurbergur Kárason, yfirlæknir gjörgæslulækninga á Landspítalanum við Hringbraut í samtali við Kjarnann í gær.
Hann segir þar í viðtali við Sunnu Ósk Logadóttur blaðamann að þeim hafi fækkað sem þurfi á „hefðbundinni“ gjörgæslumeðferð að halda. Ekki sé skýrt af hverju en staðan sé svipuð víðar en hér á landi.
Í viðtalinu kemur fram að þar sem dregið hafi verið úr aðgerðum á spítalanum, fyrir utan bráðaaðgerðir, hafi álagið á gjörgæsluna minnkað að einhverju leyti. Þá hafi sóttkví og einangrun vegna nýju kórónuveirunnar einnig áhrif á útbreiðslu annarra baktería og veira meðal fólks.
Sigurbergur segir einnig frá breyttri deildarskipan og vinnubrögðum við Covid-19 kórónuveirufaraldurinn.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga