Aðeins hafi fjórir sjúklingar verið lagðir inn það sem af er seinni bylgju og enginn látist. Ragnar Freyr Ingvarsson, usjónarlæknir COVID-göngudeildar Landspítala, segir við mblþis að vel hafi gengið að hlúa að sjúklingum á deildinni.
„Dánartíðni hér á landi hefur verið lág miðað við annars staðar og við höfum náð að vernda sjúkrahúsin og gjörgæsluna fyrir því að allt fyllist af sjúklingum.“
Sagt er frá grein íslenskra lækna í Journal of Internal Medicine í júní sem fjallaði um það hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi tókst á við áskoranir tengdar kórónuveirunni.
Ragnar talar um bylgju tvö. „Alla jafna er yngra fólk minna veikt, já, og yngra fólk smitast nú í meira mæli. Það þýðir samt ekkert endilega að færni heilbrigðisfólks skipti þar marktækum sköpum. Við erum vissulega orðin færari í að glíma við þessa veiru og vitum meira um hana en svo hefur dánartíðni almennt bara verið lág á Íslandi. Bæði í fyrri bylgju og þeirri seinni.“
Mynd/Skjáskot/mbl.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga