Ver miklum tíma í sprengjuskýli - Ingibjörg Íris í Mogganum

„Þetta er ekkert líf, miklu verra en var í kórónufaraldrinum. Maður kemst ekki einu sinni út úr húsi með barnið, það er útgöngubann og enginn úti á götum nema sjúkrabílar og slökkviliðsbílar,“ segir Ingibjörg Íris Davíðsdóttir læknir í viðtali við Morgunblaðið.

Hún lýsir því hversu mikilvægt sé að vera nálægt sprengjuskýli. „[Þ]ví við höfum ekki nema kannski 15 sekúndur til þess að komast í skjól.“ Sprengjubyrgi sé útbúið í barnaherberginu í blokkinni sem fjölskyldan búi í. „[V]ið erum mjög mikið þar.“ Hún hlaupi meðfram veggjum þegar hún fari út í búð.

Ingibjörg býr ásamt eiginmanni sínum, sem einnig er læknir, og syni í strandbænum Ashkelon við Miðjarðarhaf. Það er aðeins um 10 km frá Gaza-svæðinu, þar sem sprengjum er skotið á byggðir í Ísrael. Daglega berast ógurlegar fréttir af hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas og eldflögum Hamas að Ísrael. Hundruð hafa misst lífið, langflestir á Gaza-svæðinu.

Mynd/Skjáskot/Morgunblaðið