Brýnt er að ríkið veiti auknum fjármunum til geðheilbrigðismála, segir forstjóri Landspítalans við fréttastofu RÚV. Viðbúið sé að kórónuveirufaraldurinn verði til þess að fleiri þurfi á geðþjónustu að halda í haust og vetur.
„Það sem við vitum hins vegar úr fyrri krísum og kreppum af ýmsu tagi, bæði af efnahagslegum toga og stríðshörmungum og annað slíkt þar sem álagið er mikið, er að við sjáum að nokkrum mánuðum til árum seinna þá leitar fólk í auknum mæli hjálpar vegna geðrænna vandamála. Þannig að það má alveg búast við þessu og við verðum að vera viðbúin,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans við RÚV.
„Þannig að við verðum í vaxandi mæli að setja það fjármagn í þann málaflokk sem eðlilegt er,“ segir Páll.
Mynd/Læknablaðið
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga