Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, kveðst hafa gríðarlegar áhyggjur af ástandinu á Landspítalanum. „Maður á bara erfitt með að treysta á að hægt sé að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður, þessa miklu manneklu og álag. Læknarnir á bráðamóttökunni hafa undanfarin sumur átt mjög erfitt með að fá sín lögbundnu frí og ég held að þetta hafi aldrei verið verra heldur en núna,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.
Læknafélagið hafi áhyggjur af því að starfsfólk sem vinnur undir gríðarlegu álagi nái ekki að taka út sitt frí, sem sé einnig hugsað sem hvíldartími. „Starfið krefst þess að þú sért algjörlega með allt upp á hundrað prósent og til þess þarf fólk að vera úthvílt.“ Segir hún skort á legurýmum vera helsta vandann hvað varðar stöðuna á bráðamóttökunni. „Bráðamóttakan getur ekki vísað neinum frá, eðli máls samkvæmt, og þá náttúrulega birtist þessi stífla og skortur á úrræðum í kerfinu langmest þar.“
Sjá viðtalið við Steinunni í heild sinni HÉR
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga