Kári Stefánsson skrifar grein í Fréttablaðið 2.7.2019:
Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi......
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga