„Aldraðir eru sístækkandi hópur á Íslandi og ofbeldi gegn öldruðu fólki er vaxandi vandamál samkvæmt nýlegri greinargerð Ríkislögreglustjóra,“ ritar Helga Hannesdóttir, geðlæknir fyrir hönd Zonta hreyfingarinnar á Íslandi, í Fréttablaðið.
„Samfélagsbreytingar síðustu áratuga hafa orðið til þess að samskiptamynstur og venjur innan fjölskyldna hafa breyst mikið. Það getur leitt til þess að aldraðir einangrist frekar, bæði félagslega og tilfinningalega, og útilokist þannig frá þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að sinna vel hagsmunum eldra fólks hvað varðar öryggi og vernd og tryggja að það geti lifað með reisn.“
Þar sem eldra fólk sé ólíklegra til að tilkynna um ofbeldi og skilgreini það oft á annan hátt en yngri kynslóðir sé nauðsynlegt að kalla eftir vaxandi vitund um ofbeldi gegn öldruðum í þjóðfélaginu. „[B]æði innan heimilis og á dvalar- og hjúkrunarstofnunum.“
Helga ritar fyrir hönd Zonta hreyfingarinnar.: „Við köllum eftir aukinni vitund meðal yfirvalda og almennings og hvetjum þá sem búa við eða hafa vitneskju um ofbeldi gegn öldruðum að „Segja frá“ og leita hjálpar með því að hafa samband við 112 og heimilislækni viðkomandi.“
Lesa greinina í heild sinni hér.
Mynd/Skjáskot/Fréttablaðið
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga