Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir niðurstöðu rektors Karolinska stofnunarinnar í Stokkhólmi að hann sé einn sjö einstaklinga sem hafi gerst sekir um vísindalegt misferli, vera sér afar þungbæra. Hann segist afar ósáttur við aðdraganda hennar og niðurstöðu. Þetta segir Tómas í pistli á Facebook síðu sinni.
Þar segir hann að niðurstaða rektors Karolinska, sem byggir á rannsókn sænsku vísindasiðanefndarinnar frá því í fyrra, hafa verið gagnrýnda fyrir ónákvæm vinnubrögð.
„Engin ný efnisatriði virðast hafa komið fram í málinu og í umsögn rektorsins um þátt minn í umræddri vísindagrein gætir ónákvæmni og mér eru hreinlega eignaðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tækifæri til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefndinni, þvert á gefin loforð. Það eru mér mikil vonbrigði að vera á grundvelli slíkra vinnubragða sakaður um vísindalegt misferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja,“ skrifar Tómas.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga