Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði í Morgunþætti Rásar 1 og 2 í morgun vonast til að vinnulagið sem hafi náðst í viðbrögðum við farsóttinni muni nýtast til framtíðar. Markvisst sé unnið að því. Hann sagði hægt að vera mun sveigjanlegri í þjónustu við sjúklinga.
Páll fór yfir hvernig umbylting hafi orðið á sjúkrahúsinu á stuttum tíma. Gjörgæslurýmum hafi verið fjölgað. Hann sagði göngudeild COVID-19 sveigjanlega og verða starfrækta eitthvað áfram.
Í kjölfar viðtalsins ræddi fréttastofa RÚV við Ragnar Frey Ingvarsson, yfirlækni á göngudeildinni nýju, sem sagði hana brátt sameinuð við göngudeild almennra lyflækninga.
Hlusta má á viðtalið við Pál hér
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga