Fráfarandi fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir bókhald stofnunarinnar hafa verið í miklum ólestri og ekki afstemmt þegar hún tók við í haust. Þrír stjórnendur stofnunarinnar, auk sálfræðings, hafa sagt upp störfum, forstjórinn þar með talinn. Mikil óánægja er með starfsandann á staðnum. Framkvæmdastjóri lækninga segir skorta fjárveitingar.
Forstjóri, fjármálastjóri, mannauðsstjóri og sálfræðingur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sögðu öll um störfum fyrir páska. Síðasta sumar lét yfirlæknirinn, Þorsteinn Jóhannesson, af störfum. Mannauðsstjórinn, Anna Gréta Ólafsdóttir, sem var ráðin til fimm ára 1. febrúar síðastliðinn, sagði upp af persónulegum ástæðum.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga