Yfirgnæfandi hluti smitaðra ekki veikur - Bryndís á Bylgjunni

Erfitt er að fullyrða um að veiran sé veikari, sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.

Hún sagði að yfir 100 manns væru nú smitaðir af veirunni sem veldur COVID-19. „Yfirgnæfandi meirihluti þess fólks er ekki veikt,“ sagði hún. Meirihluti hópsins hafi verið hitalaus. Einn hafi orðið mikið veikur í þessari annarri bylgju faraldursins en sé nú útskrifaður.

Bryndís segir að fyrir tveimur vikum hefði hún talið að staðan yrði önnur nú. Hún telji að það hljóti að spila inn í að yngra fólk smitist nú en áður. Hún bíði eftir upplýsingum erlendis frá. Greiningarnar séu fleiri en álagið á heilbrigðiskerfið minna.

„Hugsanlega hafa þessar veiruvarnir eitthvað að segja. Við vorum fljót að grípa til sprittsins og hamra á tveggja metra reglunni.“ Allt snúist um að minnka veirumagnið í umhverfinu og að fólk beri ábyrgð. Í fyrsta sinn sé skylda að nota grímu á Landspítala.

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ils sótt­varna­lækn­is, staðfesti útskriftina á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna, samkvæmt frétt mbl.is. Hér má horfa á upptöku af fundi almannavarna frá því fyrr í dag.

Mynd/Skjáskot/Vísir

Hlusta má á viðtali við Bryndísi hér.

Sjá frétt mbl.is