Læknablaðið er komið út. 12. tölublað ársins og það síðasta sem Magnús Gottfreðsson ritstýrir. Nú tekur nýr ritstjóri við Helga Ágústa Sigurjónsdóttir og er viðtal við hana í blaðinu sem sjá má hér.
Helga Ágústa segir Læknablaðið eitt af hryggjarstykkjunum í vísindastarfi íslenskra lækna. „Við þurfum að passa upp á blaðið og gæta að því að það fái að halda áfram að þroskast og þróast í góðri framtíð fyrir okkur lækna og vísindastarf okkar en líka annað heilbrigðisstarfsfólk sem einnig sækist eftir að birta vísindagreinar í blaðinu.“
Blaðið er troðfullt frétta. Þar farið yfir stöðu hjúkrunarmála en forstöðumenn fjölmargra sjálfstætt starfandi stofnana hafa boðið fram hjálparhönd sem slegin hefur verið frá. Þar segir Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns að staða í hjúkrun aldraðra kristallist í COVID-smitunum á Landakoti; lélegt húsnæði, skortur á mönnun og fræðslu. Vanda sem hefði mátt afstýra með framsýni í málaflokknum. „Ég vona að forsætisráðherra standi við orð sín um að taka eigi til hendinni innan málaflokksins.“
Rætt er við Davíð O. Arnar yfirlækni hjartalækninga á Landspítala sem segir að Snjalltækni og erfðavísindi breyta læknismeðferðinni. Einnig Ernu Sif Arnardóttur sem Hugsaði stórt og landaði 2,5 milljarða styrk.
En hryggjarstykkið eru jú fræðigreinarnar; um MS og barnsburð, stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins, og áhrif lungnasjúkdóma, reykinga og rafrettunotkunar á alvarleika einkenna við greiningu COVID-19.
Hera Jóhannesdóttir segir frá degi í lífi læknis á endurhæfingardeild og Berglind Bergmann ritar úr penna stjórnarmanna.
Blaðið er troðfullt frétta og má lesa hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga