Með sambærilega dánartíðni hér og í Svíþjóð hefðu andlátin hér verið um 70 af völdum COVID-19. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Læknablaðinu, en fimmta blað ársins er nýútkomið. Glæný heimasíða blaðsins hefur einnig litið dagsins ljós.
„Það hefði verið gríðarlegt högg fyrir heilbrigðiskerfið. Yfirfyllt gjörgæsludeildirnar og haft mikil áhrif á aðra sjúklingahópa,“ segir hann
Spurður um viðbrögð sænska sóttvarnalæknisins, Anders Tegnell, sem verji aðgerðir sínar segir Þórólfur hann ekki geta lagt dóm á störf sænska starfsbróðursins.
„En eftir því sem hann hefur sagt eru þeir að reyna að ná hjarðónæmi og telja að á endanum verði allir í sömu sporum, hvort sem það gerist hratt eða hægt. Það má vel vera að við eigum eftir að fá meiri veikindi seinna en það er mjög mikilvægt að það gerist það hægt að heilbrigðiskerfið ráði við það, þótt það gerist á lengri tíma,“ segir hann. Með aðferðinni hér kaupum við tíma.
Viðtalið við Þórólf er ítarlegt í Læknablaðinu. Einnig er hægt að hlusta á það í hlaðvarpi þess. Þá hefur RÚV gripið fréttina eins og sjá má hér. Mynd/Læknablaðið/gag
Læknablaðið í heild sinni hér.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga