Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Á stjórnarfundi 23. apríl sl. samþykkti stjórn Læknafélags Íslands eftirfarandi ályktun til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra:


Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við Ljósmæðrafélag íslands í yfirstandandi kjaraviðræðum. Stjórn LÍ lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af því neyðarástandi sem mun skapast á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra verði ekki samið við þær hið fyrsta.

Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við  barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra.

Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin með sanngjörnum hætti til launa.