Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) hvetur íslensk stjórnvöld til að taka undir kröfu framkvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar Dr. Ghebreyesus og aðalritara Amnesty International Dr. Callamard um að Dr. Hussam Abu Safyia, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins á Norður Gaza, verði tafarlaust sleppt úr haldi Ísraelshers. Það sama á við um annað heilbrigðisstarfsfólk á Gaza sem handtekið hefur verið og er haldið án dóms og laga.
Stjórn LÍ hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að beita sér fyrir því að alþjóðalögum sé fylgt á Gaza og að árásum á heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og sjúkrabíla verði tafarlaust hætt, en heilbrigðisþjónusta má aldrei vera skotmark í átökum.
Tryggja verður öllum íbúum á svæðinu aðgang að heilbrigðisþjónustu og mannúðaraðstoð. Vopnahléi verður að koma á án tafar.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga