Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis.
Dagskráin er eftirfarandi:
Kl. 9.30: Blómsveigur lagður að minnisvarða um Bjarna Pálsson við Nesstofu.
Kl. 10.00: Prófessor emerítus, Ágúst Einarsson flytur fyrirlestur í Seltjarnarneskirkju sem ber yfirskriftina: Brautryðjandinn Bjarni Pálsson landlæknir. Ágúst gaf nýlega út bókina Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi sem hann tileinkar Bjarna Pálssyni.
Kl. 11.00: Messa í Seltjarneskirkju þar sem Bjarna verður áfram minnst og Alma D. Möller, landlæknir flytur ræðu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hér má lesa minningarorð Ölmu D. Möller landlæknis um Bjarna
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga