Forskráningu á Læknadaga að ljúka - fáðu aðgang á vildarkjörum

Skráning á Læknadaga 18.-22. jan 2021 stendur yfir á tix.is. Dagskráin verður aðgengileg í mánuð. Forskráningu á vildarkjörum líkur um áramót og þá hækkar skráningargjaldið. 

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, bendir á á Facebook-síðu félagsins að  skráningargjöld og ferðakostnaður að verðmæti 300.000 kr. sé kjarasamningsbundinn réttur lækna fyrir árið 2020. Rétturinn fyrnist um áramót og renni í almennan rekstur heilbrigðisstofnananna sé hann ekki nýttur. 

„Heilsugæslustöðvar greiða fyrir sína lækna af rekstrarfé ársins 2020 og koma þannig til móts við lækna og lagaskyldu um viðhaldsmenntun. Sjúkrahúslæknar eru hvattir til að sækja um sambærilegan styrk af rekstrafé sinnar starfseiningar (sínu framlagi til rekstursins) fyrir áramót. Hér er um að ræða fé sem er eyrnarmerkt símenntun lækna í fjárlögum og óhæfa að það sé tekið í annan rekstur að öllu leyti,“ segir hann.

Dagskráin er afar áhugaverð og má nálgast hér.