Frestun á endurmati á örorkulífeyri vegna Covid-19 faraldurs

Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) sendi erindi til Tryggingastofnunar og Greiðslustofu lífeyrissjóða þann 18. mars 2020 þar sem óskað er eftir því að gefinn verði þriggja mánaða frestur vegna endurmats á örorku og endurhæfingarlífeyri í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 faraldursins. FÍH bendir á að þessi skjólstæðingahópur heilsugæslunnar sé oft á tíðum með mikla sjúkdómsbyrði og því ástæða til að beina honum tímabundið frá heilsugæslunni á meðan faraldurinn geysar.

Í svari frá Greiðslustofu lífeyrissjóða segir að trúnaðarlæknar sjóðanna  muni hafa samband símleiðis við þá aðila sem eiga að fara í endurmat.  Ekki verður gerð krafa um að þeir skili inn gögnum á meðan þetta ástand varir.

Svar Tryggingastofnunar er að finna hér