Fundað um kjör lækna í 10. sinn - Myndir

Tíundi samningafundur lækna og samninganefndar ríkisins var haldinn í húsakynnum Læknafélagsins, Hlíðarsmára 8, í dag. Fundurinn stóð í rúma klukkustund. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir trúnað ríkja um málefnin en aftur verði fundað eftir hálfan mánuð.

Auk Sigurveigar sitja Björn Gunnarsson, Björn Gunnlaugsson, Dóra Lúðvíksdóttir, Geir Karlsson, Már Kristjánsson, Oddur Ingimarsson, Ragnheiður Baldursdóttur, Guðrún Ása Björnsdóttir og Stefán Þórisson  í samninganefnd lækna.

Tveggja metra reglan var höfð í heiðri á fundinum. Sex mættu fyrir hönd lækna og fjórir fyrir ríkið. Björn og Björn, Oddur, Sigurveig, Guðrún og Reynir sátu fundinn með fulltrúum ríkisins í dag.

 

 

Myndir/Læknafélagið/gag