Eins og fram kom í tölvupósti sem sendur var til félagsmanna fyrr í dag hafa viðræður við ríkið í dag þokast langt í samkomulagsátt. Það er því mat stjórnar og samninganefndar LÍ að í þessari stöðu sé hið rétta að aflýsa fyrstu lotu verkfalls, þ.e. boðuðum verkföllum frá miðnætti til hádegis mánudag til fimmtudag í komandi viku. Stjórn og samninganefnd LÍ telja að með því að aflýsa fyrstu lotu verkfalla aukist líkur á því að ná fyrr samkomulagi.
Félagsmenn verða upplýstir um gang mála eftir því sem málum vindur fram.