Í Morgunblaðinu í dag 8. júní 2018 birtist grein eftir Stefán E. Matthíasson formann heilbrigðisfyrirtækja og Þórarinn Guðnason formann Læknafélags Reykjavíkur.
Í greininni segir m.a.: “Sérfræðiþjónusta lækna hefur um áraraðir verið kjölfesta góðrar læknisþjónustu hér á landi. Á síðasta ári tóku sérfræðilæknar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands á móti um 500 þúsund heimsóknum. Þeir framkvæmdu meðal annars um átján þúsund skurðaðgerðir og þúsundir speglana auk margskonar lífeðlisfræðilega rannsókna. “ Enn fremur kemur fram í greininni að: “Um 350 læknar starfa á samningnum í ýmsum sérgreinum. Til viðbótar eru um 300 önnur stöðugildi fagfólks í ýmsum greinum. Enda þótt starfsemin sé afar umfangsmikil er athyglisvert að hún tekur einungis til sín um 6% af heildarútgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar. Sérfræðiþjónustan er einfaldlega vel rekin, ódýr miðað við í nágrannalöndum og með gott aðgengi sjúklinga. Gæðin þarf enginn að draga í efa. Það er vandséð annað en að hér sé vel farið með hverja krónu skattfjárins”.
Greinina í heild sinni má lesa hér
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga