Læknadagar hefjast í næstu viku og standa frá mánudegi 20. janúar til föstudagsins 24. janúar Hörpu. Læknadagar eru fræða- og símenntunarþing Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands. Læknadagar eru aðeins opnir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, hægt að skrá sig á staðnum.
Á mánudegi er heilsdagsdagskrá helguð 50 ára sögu barna- og unglingageðlækninga á Íslandi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir ávarpar málþingið í upphafi dags. Samhliða er heilsdagsdagskrá um efnaskipadúettinn offitu og sykursýki 2. Boðið er jafnframt upp á hádegisverðafundi um framtíð og þróun almennra lyflækninga á sjúkrahúsum landsins og í samvinnu við Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar er hádegisfundur um baráttuna við holdsveikina og Holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
Deginu líkur svo með opnunarhátíð Læknadaga. Þar leika Tómas R. Einarsson og félagar ljúfa tónlist. Formaður LÍ og Fræðslustofnunar lækna Reynir Arngrímsson flytur ávarp og nýr samningur LÍ, Frumtaka og Samtaka verslunar og þjónustu um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf verður undirritaður.
Miðvikudagskvöldið 22. janúar kl. 20-22 verður opið málþing fyrir almenning í Silfurbergi B um samspil næringar, heilsu og umhverfis. Fyrirlesarar á málþinginu mín heilsa, mín jörð, mín ábyrgð verða, Alma D. Möller landlæknir, Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur, Thor Aspelund líftölfræðingur, Tryggvi Þorgeirsson læknir, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Sólveig Sigurðardóttir ástríðukokkur og athafnakona. Fundarstjóri verður Axel F. Sigurðsson, læknir.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga