Leysa gæti þurft deilu yfirlækna við Landspítala fyrir dómstólum

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að leysa gæti þurft deilu yf­ir­lækna við Land­spít­al­a fyr­ir dóm­stól­um. Ítarleg grein um málið má finna á vef Stundarinnar. Þar kemur fram að yf­ir­lækn­ar telji sig ekki geta rækt ábyrgð sína und­ir nýju skipu­riti spítalans. Breyt­ing­arn­ar þjóni ekki hags­mun­um sjúk­linga. Um­boðs­mað­ur telur í áliti að heil­brigð­is­ráð­herra hafi ekki hafa stað­fest fyrra skipu­rit í sam­ræmi við lög. Læknafélags Íslands kvartaði til Umboðsmanns í desember í fyrra.


Eins og segir í kvörtuninni telur Læknafélagið að í skipuriti spítalans frá síðasta hausti felist „ólögmæt ábyrgðarsvipting yfirlækna sem þjóni ekki bestu hagsmunum sjúklinga“. Læknafélagið telji skipuritið, ólögmætt. Það sama hafi gilt um fyrra skipurit. Yfirlæknar á Landspítalanum séu sviptir ábyrgð sem kveðið er á um í lögum.


Greint er frá því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi staðfest skipuritið í september í fyrra. Stundin bendir á að það afi tekið gildi í október. Bent er á að Umboðsmaður hafi í eldra áliti beint tilmælum til ráðuneytisins og Landspítala að ekki sé hægt að fela öðrum en yfirlæknum faglega ábyrgð á læknisþjónustu sem undir þá heyrir samkvæmt lögum. Í álitinu telji Umboðsmaður hins vegar að til að leysa úr því hvort yfirlæknar hafi orðið fyrir tjóni vegna breytinganna gæti þurft að fara með málið fyrir dómstóla.


„Ef einstakir yfirlæknar telja að brotinn hafi verið á þeim réttur vegna breytinga á skipuriti Landspítala undanfarin ár og, eftir atvikum, að þeir hafi orðið fyrir tjóni af þeim sökum, tel ég að eins og mál þetta er vaxið verði það að vera hlutverk dómstóla að taka afstöðu til þess“, segir í áliti Umboðsmanns.

Greint er frá því að til hafi staðið í frumvarpi Svandísar að fjarlægja málsgreinar um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina og deildarstjóra hjúkrunar og stöðu þeirra innan skipurits. Alþingi hafi fallið frá því við meðferð málsins.


Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, tjáir sig í frétt Stundarinnar: „Þetta hefur lengi verið skilgreint í lögum um heilbrigðisþjónustu og þetta var í annað sinn sem það kom tillaga frá heilbrigðisráðuneytinu um að þetta yrði tekið út úr lögunum,“ segir Reynir þar.
„Því var hafnað í annað skipti af Alþingi, þannig að það er alveg ljóst að löggjafinn vill hafa skýrt afmarkað hver ber faglega og læknisfræðilega ábyrgð og hver beri ábyrgð á sjúklingnum á meðan hann er þar inni. Það eru yfirlæknarnir.“


Umboðsmaður beini því til ráðuneytisins og spítalans að taka þurfi framvegis mið af því sjónarmiði að yfirlæknir beri höfuðlæknaábyrgð á læknisþjónustu starfseiningarinnar sem undir hann heyri. Yfirlæknar hafi skyldu til að hafa faglegt eftirlit með deild sinni. Þeir eigi að tryggja að hún standi undir læknisfræðilegum kröfum um gæði.

Mynd/Læknablaðið/gag

Sjá fréttina í heild sinni hér.