„Gjarnan er sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð,“ segir Þórarinn Guðnason hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur í grein í Morgunblaðinu og sýnir hvernig gjöld hafa hækkað langt umfram einingaverð sem ákvarðar upphæð greiðslu ríkisins fyrir ákveðin læknisverk.
„Línuritið sem fylgir þessari grein talar skýru máli um að fullyrðingar yfirvalda um að greiðslur til sérfræðilækna hafi fylgt verðlagi standast engan veginn,“ segir hann. Gjöldin sem stofulæknar hafi sett til að mæta þessari þróun hafi einfaldlega gert læknum kleift að halda rekstri áfram.
„Lokun læknastöðva hefði verið slæmur kostur; sett sjúklinga, starfsfólk og heilbrigðiskerfið í vanda og hefði getað valdið ófyrirséðum skaða. Skerðing á þjónustu, lengri bið, óvissa og óöryggi meðal sjúklinga eru allt þekktar afleiðingar þess sem gerist ef breytingar í heilbrigðisþjónustu eru illa undirbúnar,“ segir Þórarinn.
„Mikilvægt er að rangfærslur um einingarverð og verðgildi greiðslna til lækna og læknastöðva séu leiðréttar. Þeim leiðréttingum er hér með komið á framfæri, bæði við yfirvöld og almenning, með meðfylgjandi línuriti í stað þúsund orða.“
Mynd/Skjáskot/Morgunblaðið
Greinin í heild sinni í Morgunblaðinu:
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga