Segir starfsmatskerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri ónothæft

For­maður Lækna­fé­lags Ís­lands segir jafn­launa­vottunar­kerfi Land­spítalans og Sjúkra­hússins á Akur­eyri ó­not­hæft og það taki ekki mið af störfum lækna. Hann segir mann­auðs­svið Land­spítalans hafa kallað lækna á fundi vegna kerfisins á miklum á­lags­tímum.

Það eru alvarleg mistök að halda áfram með starfsmatskerfið til jafnlaunavottunar sem Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri vinna að. Kerfið er ónothæft og fangar hvorki eðli né inntak læknastarfsins,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknafélagið sendi frá sér harðorða ályktun um málið á aðalfundi sínum nýverið.

Landspítalinn er meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn sé að innleiða er að í því er ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nær kerfið ekki til lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það.

Sjá frétt á frettabladid.is