Bæta verður úr óviðunandi starfsaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks á Landspítalanum, tryggja fullnægjandi mönnun allra stétta og tryggja þannig öryggi sjúklinga. Þetta segir í yfirlýsingu frá Félagi íslenskra röntgenlækna.
Félagið tekur undir áhyggjur Læknafélags Íslands, stjórn Læknaráðs Landspítalans, félags sjúkrahúslækna og félags bráðalækna um alvarleika stöðunnar á Bráðamóttöku og á fleiri deildum Landspítalans með almenna og langvarandi manneklu lækna og fleiri stétta heilbrigðisstarfsfólks og óviðunandi starfsaðstöðu.
Svona hljóðar yfirlýsingin:
Reykjavík 08.06.2021
Yfirlýsing frá félagi íslenskra röntgenlækna
Stjórn félags íslenskra röntgenlækna tekur undir áhyggjur Læknafélags Íslands, stjórn Læknaráðs Landspítalans, félags sjúkrahúslækna og félags bráðalækna um alvarleika stöðunnar á Bráðamóttöku og á fleiri deildum Landspítalans með almenna og langvarandi manneklu lækna og fleiri stétta heilbrigðisstarfsfólks og óviðunandi starfsaðstöðu.
Bæta verði úr óviðunandi starfsaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks á Landspítalanum, tryggja fullnægjandi mönnun allra stétta og tryggja þannig öryggi sjúklinga.
Fyrir hönd stjórnar félags íslenskra röntgenlækna,
Helgi Már Jónsson, formaður félags íslenskra röntgenlækna
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga