Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna fullyrðinga framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um að það sé ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, http://www.ruv.is/frett/ekki-meiri-kostnadur-vegna-verktakalaekna. Vandséð er hvernig sú fullyrðing getur staðist nema heilbrigðisstofnanir séu í raun að greiða verktakagreiðslur sem eru lægri en sem nema launum samkvæmt kjarasamningi að viðbættum launatengdum gjöldum.
LÍ hefur óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða þessi mál. Mikilvægt er að LÍ hafi sem gleggsta stöðu yfir þá samninga sem tíðkast í heilsugæslu við lækna sem starfa þar í verktöku. Umræðan bendir til að verið sé að greiða lægra fyrir þessi störf en eðlilegt er.
LÍ hvetur lækna sem starfa sem verktakar í heilsugæslu að snúa sér til félagsins áður en þeir semja við heilbrigðisstofnanir um verktakalaun í heilsugæslu.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga