"Við erum að nálgast fyrirkomulag sem í raun er ekki annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi"

"Við þurfum langtíma stefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki um of af pólitík hægri, vinstri, upp eða niður. Við þurfum ekki harðar stefnur, sem hinn vængurinn kemur sífellt og snýr á haus þegar völdum er náð. Það verður sérlega erfitt þegar skiptin verðs svo ör sem á síðustu árum." Segir Þórarinn Guðnason, formaður LR í viðtali við DV.  

„Við erum að tala um stefnu sem byggir einungis á stefnuskrá Vinstri grænna og röngum gögnum um vilja þjóðarinnar."  

"Til mótvægis bendi ég að að það var heldur ekki sátt þegar sumir töldu að fyrir dyrum stæði  fyrirtækjavæðing heilbrigðisþjónustunnar í tíð fyrri ríkisstjórna.“  

„Þjóðin vill hófsemd og blandað kerfi ekki öfga hægri eða vinstri.  Ekki annað hvort fjármagnsvæðingu eða ríkisvæðingu."   

"Um þetta liggja fyrir tölur ........ meira en 60% þjóðarinnar vildi hafa stofur sérfræðilækna eins og þær eru í dag. Í sömu könnun vildu 54% hafa tannlækna áfram á stofum sínum en vissulega vildu yfir 80% að spítalar væru í ríkisrekstri, nokkuð sem enginn deilir um og ég held að Íslendingar séu sammála um."

 

Viðtalið allt má lesa hér.