Þann 18. nóvember hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja sem haldin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en dagurinn 18. nóvember er einnig sérstaklega helgaður vitundarvakningu í Evrópu af Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC).
Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna einstaklinga, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á mikilvægi þess að nota sýklalyf skynsamlega og minna á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.
Orsakir sýklalyfjaónæmis eru margvíslegar en ógætileg notkun sýklalyfja hjá bæði mönnum og dýrum er ein sú mikilvægasta. Uppgötvun sýklalyfja er ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir fylgikvilla og dauðsfalla vegna smitsjúkdóma og sýkinga. Því er mikilvægt að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og viðhalda virkni sýklalyfja um langa framtíð.
Sjá nánar frétt af vef Landlæknisembættisins
Sjá einnig vef embættis landlæknis þar sem má finna ýmsar upplýsingar um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi:
https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/syklalyfjaonaemi-syklalyfjanotkun/
https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item47569/
og nýlega frétt sem birtist í Læknablaðinu um vitundarvakninguOpnast í nýjum glugga um sýklalyf og stöðuna á Íslandi.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga