Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 telur mikilvægt að endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu fari fram með víðtæku samráði við fagfólk. Tryggt verði að slík endurskoðun feli í sér að yfirlæknar sérgreina og sérdeilda beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra lækninga og að sjálfstætt læknaráð starfi áfram með þeim hætti sem verið hefur um áratuga skeið.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13