Landlæknir lét þau orð falla á nýlegum fundi BSRB að læknar í hlutastarfi á Landspítalanum starfi þar ekki af heilum hug. Fjölmiðlar hentu ummælin á lofti og komu þeim á framfæri. Með þessum orðum vegur Landlæknir, opinber embættismaður og eftirlitsaðili heilbrigðiskerfisins, að starfsheiðri yfir 200 lækna og sakar þá í raun um óheilindi gagnvart vinnuveitanda sínum. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur harmar þessi ummæli og skorar á Landlækni að færa fyrir þeim rök en draga þau ella til baka á opinberum vettvangi.
Stjórnin fer þess jafnframt á leit við forstjóra Landspítalans að hann skýri fyrir viðkomandi læknum hvert álit yfirstjórnar LSH er á þessum orðum Landlæknis.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga