Á annan tug félaga innan heilbrigðisstéttar á Íslandi, þar á meðal Læknafélag Íslands, skorar á ríkisstjórnina að bregðast við því sem félagasamtökin kalla „yfirstandandi lýðheilsuógn“ vegna stóraukinnar netsölu áfengis.
Í yfirlýsingu sem félögin senda á fjölmiðla sem og Alþingi kemur fram að félögin taki undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní síðastliðinn.
Félögin skora á yfirvöld að skera tafarlaust úr um lögmæti netsölu í ljósi þess að Hagkaup áætlar að hefja áfengissölu á næstu dögum.
Sjá nánar frétt á ruv.is
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Skrifstofan er opin 9:00-16:00 alla virka daga