Læknafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur verður 4. apríl. Formaður félagsins segir mesta áherslu vera á styttingu vinnuvikunnar og starfsumhverfi lækna í kjarasamningsgerðinni.
Læknafélag Íslands er mótfallið frumvarpi um dánaraðstoð sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag.