Staðan orðin alvarleg í starfsumhverfi lækna

Starfsumhverfi lækna er komið á verulega alvarlegan stað að sögn Steinunnar Þórðardóttur formanns Læknafélags Íslands. Hún segir mikla hættu á kulnun lækna og brotthvarfi þeirra úr starfi vegna mikillar manneklu.

„Fólk er flest á vinnustöðum þar sem stöðugildi eru ekki öll mönnuð og eru að vinna jafnvel tvöfalda eða þrefalda vinnu, bæði dagvinnu og vaktabyrði,“ sagði Steinunn í Morgunútvarpi Rásar 2. Læknar séu skyldugir til þess að taka vaktir ofan á fulla dagvinnu og séu því sjaldan að vinna hefðbundna 40 tíma vinnuviku.

Hér má lesa frétt á ruv.is og heyra viðtal Rásar 2 við Steinunni.

Þolinmæði lækna á þrotum - sjá viðtal við Steinunni í sjónvarpsfréttum á ruv

Vonar að læknar komist hjá verkfallsaðgerðum  sjá viðtal við Steinunni á mbl.is