Dæmi um blóðtappa vegna Covid-19 - Magnús í fréttum RÚV

 „Eitt af vandamálunum sem tengist þessari sýkingu er truflun á storkukerfi líkamans og við höfum séð það í okkar veikustu sjúklingum,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Landspítalann í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur í fréttum RÚV. Sjúklingum eru þá gefin blóðþynnandi lyf. 

Greint er frá því í fréttinni að blóðstorknun og blóðtappamyndun sé ein birtingamynd kórónuveirusýkingarinnar COVID-19. Sýkingin geti haft mikil áhrif á hjarta og æðakerfi, meltingarfæri og taugakerfi.

„Það er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar meðferð er ákveðin og mikilvægt líka að reyna að fyrirbyggja blóðtappamyndun hjá þessum skjólstæðingum okkar,“ segir Magnús. 

Sjá fréttina í sjónvarpsfréttum á RÚV.

Lesa fréttina á RÚV.