Endurhæfingarlæknar fáir og nýliðun lítil

Endurhæfingarlæknar á Íslandi eru of fáir; aðeins um tíu talsins. Meðalaldur þeirra er hár og innan tíu ára verða margir þeirra hættir störfum á sama tíma og nýliðun er lítil og mjög fáir í sérnámi.


Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um er eftirspurn eftir þjónustu á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í dag miklum mun meiri en unnt er að sinna. Á Reykjalundi bíða nú tæplega þúsund manns eftir þjónustu og biðin er allt upp í eitt ár. Ef 300 milljóna króna niðurskurður frá hruni fengist bættur væri hægt að auka þjónustu Reykjalundar til muna.

Frétt úr Fréttablaðinu