Læknar óttast að vírusinn grasseri í flóttamannabúðum

Læknar á Íslandi skora á íslensk stjórnvöld og stórnvöld allra Evrópuþjóða að bæta þegar úr bágri aðstöðu flóttamanna í flóttamannabúðum víða um álfunna. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands segir að COVID-19 sýkingar í flóttamannabúðum geti haft alvarlegar afleiðingar.

Læknafélag Íslands sendi íslenskum stjórnvöldum áskorun á páskadag. Ályktunin er stíluð á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Guðlaug Þ. Þórðarson, utanríkisráðherra en er beint til allra landa Evrópu. Hún er rituð bæði á íslensku og ensku.  

Þar segir að flóttamenn séu berskjaldaðasti hópur fólks í heiminum núna þegar mikil heilsufarsvá hafi skapast með heimsfaraldri COVID-19. Skora þeir  á íslensk stjórnvöld og þjóðir Evrópu að hjálpa flóttamönnum og bæta þegar úr bágri aðstöðu flóttamanna í flóttamannabúðum víða um álfuna. Það sé prófraun á mannúð þjóða og siðmenningu hvernig þær bregðist við neyð þeirra sem verst standa og eigi hvergi heima.

Sjá frétt á ruv.is