Mótefni við Covid-19 í blóðvökva - Már í hádegisfréttum RÚV

Til greina kemur að nota blóðvökva úr fólki sem er batnað af COVID-19, og hefur myndað mótefni gegn kórónuveirunni, við meðhöndlun mjög veikra sjúklinga. Þetta sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í fréttum RÚV nú í hádeginu. Hann segir að sumir virðist mynda gott mótefni gegn veirunni.

„Mótefnin eru náttúrulega lykilþátturinn í að hemja útbreiðslu veirusýkingar innan hvers einstaklings,“ sagði hann. „Og þetta þekkjum við úr öðrum sjúkdómum, þannig að það er vel hægt að hemja veiruna með þessum hætti.“ 

Lesa má frétt RÚV hér.