Svíar fjalla um COVID-19 árangur Íslands - Kári og Ragnar á SVT

„Þegar litið er til baka má næstum ætla að ákveðið hafi verið í Svíþjóð að fórna þeim sem standa veikt.“ Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við SVT, sænska sjónvarpið, í þriggja mínútna innslagi sem birt var í gær. „En ég trúi þó ekki að það hafi verið hugmyndin.“

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, fjallaði um árangur Íslands gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 í gærkvöldi. Rætt var við Kára, og Ragnar Frey Ingvarsson, fyrrum yfirlækni á COVID-19 göngudeild Landspítala.

Sjá má innslag SVT hér.