Segir að ráðuneytið dæmi í eigin sök

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að stjórnvöld þverbrjóti rammasamning um sérfræðilækningar með því að loka á nýja lækna. Þess vegna fái sjúklingar ekki þá þjónustu sem þeir þurfi. Hann segir að heilbrigðisráðuneytið hafi gerst dómari í eigin sök þegar það staðfesti þá ákvörðun Sjúkratrygginga að hleypa ekki nýjum lækni inn á rammasamning sérfræðilækna. 
 

Heilbrigðisyfirvöld neita að taka fleiri lækna á rammasamning um heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa vegna mikils kostnaðar við þjónustuna. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti á dögunum synjun Sjúkratrygginga Íslands í máli taugalæknis sem vill opna stofu hérlendis.

 

                                                                                       Sjá nánar frétt á ruv.is